132. löggjafarþing — 77. fundur,  6. mars 2006.

Skatttekjur af umferð.

[15:30]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Frú forseti. Það virðist vera með Samfylkinguna að þar séu ekki bara uppi tvær skoðanir á álmálinu heldur virðast líka vera uppi tvær skoðanir hvað varðar ríkisfjármálin. Önnur skoðunin er sú að þess sé ekki gætt nægjanlega vel að hafa aðhald í ríkisrekstrinum og hafa afganginn nægjanlega mikinn eða menn hafa áhyggjur af því að skattheimtan sé ekki nægjanleg. Svo er uppi hin skoðunin þar sem menn vilja bæði auka framkvæmdirnar og lækka skattana. Það virðist vera að hv. þm. Kristján Möller sé fulltrúi þeirrar skoðunar, a.m.k. miðað við það sem hann segir hér í dag. Það verður auðvitað svo að vera en ég held að við verðum almennt að gera kröfu til þess að menn séu með samræmi í málflutningi sínum, bæði einstaklingar og (Forseti hringir.) flokkar þegar verið er að fjalla um svo mikilvæg mál, frú forseti.