132. löggjafarþing — 77. fundur,  6. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[16:11]
Hlusta

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er um dæmalausan útúrsnúning að ræða. Það er alveg ljóst að Samfylkingin vill halda málum óbreyttum, þ.e. að vatnið sé skilgreint sem sameign en engu að síður sé nýtingarrétturinn eign landeiganda.

Virðulegi forseti. Að mínu mati er hér á ferðinni ákveðin öfgastefna, þ.e. að færa vatnið undir skilgreinda séreign manna. Þetta hefur frjálshyggjan boðað áratugum saman. Þess vegna finnst mér svolítið sérkennilegt að sjá það núna að Framsóknarflokkurinn skuli leiða umræðuna inn á þessar brautir með vatnið líka.

Þessi öfgastefna hefur verið innleidd hér á landi hægt og rólega, bæði með auðlindir í sjó og auðlindir djúpt í jörðu. Síðan hefur Framsóknarflokkurinn lúffað varðandi háeffun á Ríkisútvarpinu og núna varðandi vatnið.

Virðulegi forseti. Ég verð, að segja að það kemur mér á óvart að Framsóknarflokkurinn skuli nú enn og aftur hafa tekið upp (Forseti hringir.) blinda trú frjálshyggjumanna á séreignina.