132. löggjafarþing — 77. fundur,  6. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[16:24]
Hlusta

Frsm. meiri hluta iðnn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að þessi málflutningur hv. þm. Jóhanns Ársælssonar dæmi sig að miklu leyti sjálfur. Hv. þingmaður talar um að hv. stjórnarandstæðingar hafi ekki talað um að skerða réttindi landeigenda. Hv. þm. Katrín Júlíusdóttir var rétt áðan í ræðustóli Alþingis og talaði um að gera þetta að sameign þjóðarinnar. Það er alveg ljóst samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar að hér er ekki um sameign þjóðarinnar að ræða. Hv. þm. Katrín Júlíusdóttir, sem er reyndar í sama flokki og hv. þm. Jóhann Ársælsson, spurði hvers vegna ekki væri hægt að gera þetta að sameign þjóðarinnar. (Gripið fram í.) Með því væri verið ganga á réttindi landeigenda og ég bið hv. þingmenn Samfylkingarinnar um að tala einni röddu a.m.k. kosti í einu máli hér á hv. Alþingi. (KJúl: Þetta er ósatt.)