132. löggjafarþing — 77. fundur,  6. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[16:25]
Hlusta

Frsm. minni hluta iðnn. (Jóhann Ársælsson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég fer fram á að menn tali um málið sem er á dagskrá. Það sem er á dagskrá er þetta þingmál. Það er aðalmarkmið þessa þingmáls að skilgreina eignarrétt á vatni samkvæmt lýsingu í málinu sjálfu, að skilgreina það upp á nýtt. Við erum á móti því að breyta þeirri skilgreiningu sem verið hefur og það eru hreinir útúrsnúningar frá hv. þingmanni ef hann er að finna sér einhver önnur tilefni til að ræða málið út frá. Mér finnst að hv. þingmaður, sem er formaður þessarar nefndar, verði að halda sig við það mál sem er á dagskránni. Það er mál ríkisstjórnarinnar. Málið snýst um það að breyta þessari skilgreiningu. Það er aðalmarkmið málsins samkvæmt því sem í frumvarpinu stendur.