132. löggjafarþing — 78. fundur,  7. mars 2006.

Afsal þingmennsku.

[13:35]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseta barst síðastliðinn sunnudag, þann 5. mars, svofellt bréf frá Árna Magnússyni félagsmálaráðherra, 11. þm. Reykv. n.:

„Ég undirritaður óska hér með lausnar frá störfum mínum sem alþingismaður frá og með þriðjudeginum 7. mars næstkomandi.“

Við þingmennskuafsal Árna Magnússonar tekur Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður sæti hans á Alþingi og verður 11. þingmaður Reykv. n.

Ég vil af þessu tilefni þakka Árna Magnússyni störf hans á Alþingi. Hann hefur frá því að hann settist á Alþingi eftir kosningar 2003 setið á ráðherrabekk og þingstörf hans mótast af því. Ég þakka honum góð kynni og óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta á komandi árum.