132. löggjafarþing — 79. fundur,  8. mars 2006.

Hrefnuveiðar.

512. mál
[14:42]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Frú forseti. Það er talað um að þorskinn vanti æti. Loðnan minnkar. En hvað étur hvalurinn mikið af loðnu? Við eigum að mínu mati að hefja hvalveiðar nú þegar. Reyndar átti að gera það fyrir löngu. 60% af útflutningstekjum okkar eru af sjávarútvegi og svo verður sennilega áfram um ókomin ár.

Við eigum ekki að láta náttúruverndarsamtök, öfgasamtök, ráða okkar ferð. Við eigum þetta land. Við byggðum þetta land og eigum að stjórna þessu sjálf.