132. löggjafarþing — 79. fundur,  8. mars 2006.

Losunarkvóti á gróðurhúsalofttegundir.

570. mál
[15:30]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Mér finnst mikilvægt að umhverfisráðherra upplýsi það fyrr en síðar, vegna þess að ráðherrann hæstv. gerði það ekki í óundirbúnum fyrirspurnum um daginn, við hvað hún ætlar að miða þegar fyrsta Kyoto-tímabilið er metið. Uppi eru deilur um það núna, eða það virðist vera álitamál innan ríkisstjórnarinnar, hvort heldur beri að miða við að túlka Kyoto-sáttmálann þannig að það sé á fimmta gildisári hans sem menn nái hámarkinu eða hvort taka eigi öll gildisárin og deila í þau með fimm og standa þannig uppi á síðasta ári með miklu meiri mengun, miklu meiri losunarkvóta en í raun og veru er gert ráð fyrir að meðaltali. Það mundi þýða að fyrsta árið eftir þetta fyrsta Kyoto-tímabil þyrftu menn annaðhvort að skera niður eða þá (Forseti hringir.) að afla sér leyfis með einhverjum hætti fyrir kvótanum með því að kaupa hann eða semja um hann upp á nýtt. Þetta verður (Forseti hringir.) umhverfisráðherra að upplýsa fyrr en síðar.