132. löggjafarþing — 82. fundur,  10. mars 2006.

Frumvarp um vatnatilskipun ESB.

[10:52]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill að gefnu tilefni biðja hv. þingmann og hv. þingmenn almennt um að gæta orða sinna … (Gripið fram í.) ef hv. þingmaður vill hlusta á orð forseta, að gæta orða sinna og þá á ég við ummæli hans um hæstv. iðnaðarráðherra.

Að öðru leyti vil ég benda hv. þingmanni á ákvæði þingskapa, m.a. 63. gr., um að forseti getur ákveðið dagskrá hvers fundar o.s.frv. Eins eru líka ákvæði um að hv. þingmönnum beri skylda til að sækja þingfundi. Að sjálfsögðu er ákveðin starfsáætlun í gildi og forseti reynir að halda góðu samkomulagi um hvernig hátta eigi þingfundum en ef nauðsyn krefur verða boðaðir þingfundir þótt þeir séu ekki á starfsáætlun. Slíkur er gangur lýðræðisins.