132. löggjafarþing — 83. fundur,  11. mars 2006.

Framhald umræðu um frumvarp til vatnalaga.

[11:42]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Að gefnu tilefni vill forseti segja að til þessa fundar í dag er boðað vegna þess að óvenjulangar umræður hafa orðið um það mál sem er hér á dagskrá og enn eru 15 þingmenn eftir á mælendaskrá. Forseti var þó að vona, með hliðsjón af því að umræður um málið hafa nú staðið yfir í meira en 30 klukkustundir, að þingmenn styttu mál sitt og skýrðu afstöðu sína á skorinorðan hátt. Fari svo þarf þessi fundur ekki að standa lengi og þá getur þingið tekið afstöðu til málsins í atkvæðagreiðslu og ákveðið hvort það gengur til 3. umr. Forseti mun sjá hvernig umræðum vindur fram og ræða við forustumenn þingflokkanna þegar mál skýrast.