132. löggjafarþing — 86. fundur,  15. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[13:06]
Hlusta

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er ekki pólitísk aðkoma að samningu frumvarps að fá að segja álit sitt á því í nefnd. Pólitísk aðkoma að vinnslu frumvarps felst í því að koma að því nefndarstarfi, að því borði þar sem frumvarpið er samið. Það var ekki í þessu tilviki og breytir engu sú upptalning sem þingmaðurinn fór með í því sambandi.