132. löggjafarþing — 87. fundur,  16. mars 2006.

Dómur í Baugsmálinu.

[10:46]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Það sem skiptir verulega miklu máli hvað þetta mál varðar er að menn rannsaki upphaf málsins. Hvað hratt málinu af stað? Ég tel það vera mjög mikilvægt.

En hvað varðar viðbrögð hæstv. dómsmálaráðherra þá tel ég að þau hefðu verið með öðrum hætti ef dómurinn hefði fallið á annan veg í þessu máli. Þá hefði eflaust mátt lesa langa grein og jafnvel siguróp á heimasíðu hæstv. dómsmálaráðherra. Það segir ef til vill margt um þetta mál hversu pólitískt það er orðið og ég er á því að hæstv. dómsmálaráðherra ætti nú skoða hvort hann eigi ekki að axla pólitíska ábyrgð í þessu máli. Það sé orðið málinu og í raun þjóðfélaginu þarft að hann endurskoði veru sína í embætti.