132. löggjafarþing — 88. fundur,  16. mars 2006.

Uppboðsmarkaðir sjávarafla.

616. mál
[17:28]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Frú forseti. Hér er lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 79 24. maí 2005, um uppboðsmarkaði sjávarafla. Ég fagna þessu frumvarpi heils hugar og lýsi mig samþykkan því í öllum meginatriðum. Ég fagna þeim glugga sem virðist vera opnaður með frumvarpinu. Ég tek heils hugar undir, frú forseti, orð hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar og hv. þm. Jóhanns Ársælssonar um að við getum ekki heimtað allt erlendis frá, allt opið erlendis en svo lokum við öllu þegar aðrir vilja koma hingað. Við viljum hafa frjálsa samkeppni.

Hvernig er með stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins? Er ekki frjáls samkeppni þar?