132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Innrásin í Írak.

[15:22]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Frú forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þingmanni að það eru illir menn sem víða ráða í heiminum. Það er ekki hægt að grípa inn í alla hluti en stundum hefur heppnast vel að gera það. Ég nefni Bosníu, ég nefni Kosovo og líka Afganistan. Það var mjög mikilvægt, sérstaklega í Bosníu og Kosovo, þó að það hafi verið umdeilt, m.a. hér á Alþingi, að alþjóðasamfélagið gripi þar inn í. (ÖJ: Svo er enn.) Ég held að það sé óumdeilt að það hafi réttar ákvarðanir verið teknar.

Við eigum því ekki að tala með þeim hætti að alþjóðasamfélagið eigi aldrei að grípa inn í. Þegar fram líða stundir skulum við vona að meiri friður skapist í Miðausturlöndum. Það er vissulega rétt að mikil vandamál eru í Írak núna og það er líka rétt að engin gereyðingarvopn voru þar þó að það væri sagt (Forseti hringir.) og það ber að sjálfsögðu að viðurkenna.