132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Lax- og silungsveiði.

607. mál
[16:13]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég greindi frá því í upphafi hvernig ég skipaði þennan starfshóp þessum sterku einstaklingum sem hafa farið yfir löggjöfina en hins vegar var mikið sagnaferli í gangi þannig að stangveiðimenn komu bæði með sínar athugasemdir og tillögur inn til starfshópsins á samningstímabilinu og áttu fullan aðgang að netinu í lokaferli málsins þar sem það var kynnt þjóðinni. Stangveiðimenn hafa komið með margar athugasemdir og sumar þeirra hafa verið teknar til greina og kannski fleiri en ég veit um. En þeir hafa sem sé haft fullt málfrelsi í gegnum umfjöllun. Stangveiðifélög hafa komið með sínar athugasemdir o.s.frv. þannig að þetta mál hefur verið unnið mjög opið með mjög ólíkum hagsmunahópum. En allir áhugamenn um málið hafa komið að því með einum eða öðrum hætti.