132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Lax- og silungsveiði.

607. mál
[16:14]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Eins og kom fram í andsvari áðan þá velta menn því fyrir sér hvort ekki hefði verið rétt við endurskoðun á þessum lögum að setja hreinlega inn lagagrein um að öll net í straumvatni séu tekin upp eða veiðirétturinn hreinlega þrengdur. Að sjálfsögðu, eins og hæstv. ráðherra kom inn á, væri um skaðabótaskyldu og annað að ræða. Ég velti því samt fyrir mér, frú forseti, hvort hæstv. ráðherra hyggst beita sér fyrir því að farið verði af stað með samningsferli milli veiðifélaga og stangveiðimanna um upptöku á netum, að samningsleiðin verði farin í því sambandi að frumkvæði ráðherra.