132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Lax- og silungsveiði.

607. mál
[20:50]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég var fyrst og fremst að tala um það í minni ræðu að ég vildi fá að sjá öll sjónarmið uppi á borðinu. Ég ræddi sérstaklega um vatnasvæði Ölfusár og Hvítár og nefndi Suðurlandið út af greinargerðinni um efnahagslegan ávinning sem er sérstaklega unnin um það svæði. En að veiða sér í matinn — það væri náttúrlega spurning út í hvers konar samninga yrði farið við bændur. Ég get ekki svarað þessari fyrirspurn öðruvísi.

Það sem vakti sérstaka athygli mína á þessu svæði var, eins og ég segi, hin mjög svo ítarlega greinargerð sem hefur verið unnin til að skoða efnahagslegan ávinning af því að banna netaveiðar í straumvatni og þá yrði sem sagt meira úr sjálfri stangveiðinni.