132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Varnir gegn fisksjúkdómum.

596. mál
[21:21]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef svo sem lítið um þetta að segja á þessu stigi. Þetta er frumvarpið eins og það hefur verið sett fram og þar er þessi stofnun tilnefnd. Hólaskóli vinnur auðvitað gríðarlega mikið starf í kringum ræktun og hefur unnið mjög gagnmerkt starf í kringum fiskeldi o.s.frv. þannig að það verður farið yfir þessa hugmynd í mínu ráðuneyti og svo auðvitað í nefndinni hér í vinnslunni.