132. löggjafarþing — 89. fundur,  20. mars 2006.

Varnir gegn fisksjúkdómum.

596. mál
[21:22]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil einungis bæta því við að ég tel að þetta sé líka stjórnsýslulega rétt. Það eru settar þarna inn í nefndir og ráð stofnanir sem ekkert koma í sjálfu sér að þessu. Mér finnst eðlilegast að Hólaskóli, sem er með fiskeldismálin, ferskvatnsfiskeldismálin og reyndar líka að stórum hluta sjávareldismálin, eigi fulltrúa í þessum nefndum og ráðum. Við tökum þetta bara upp í landbúnaðarnefnd, frú forseti.