132. löggjafarþing — 91. fundur,  22. mars 2006.

Eftirlit með staðsetningu sjúkraflugvéla.

544. mál
[13:59]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Frú forseti. Ég tek heils hugar undir að þessi mál þurfa að vera í mjög góðu lagi. Þar sem sá er hér stendur hefur starfað við fjarskiptamál og þjónustu í björgunarmálum til sjávar og sveita í tugi ára veit ég hversu mikið atriði það er að hafa þessi mál í lagi, bæði sjúkraflug með venjulegum flugvélum og ekki síður þyrluflugvélum sem er miklu stærra mál einmitt þessa dagana. En ég legg mikla áherslu á að þessi mál séu í miklu og góðu lagi.