132. löggjafarþing — 93. fundur,  27. mars 2006.

Stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins.

392. mál
[15:49]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki að tala um nein 5 eða 10% eða eitthvert smotterí. Ég er að tala um það sem hv. þingmaður sagði að Framsóknarflokkurinn legðist gegn því að selja meiri hlutann í Rafmagnsveitum ríkisins, hlutafénu þar. Þá stendur spurningin enn þá eftir: Er Framsóknarflokkurinn tilbúinn að selja allt að því 49,9% af því hlutafé til aðila sem gæti, eins og ég sagði áðan, gert meiri arðsemiskröfu sem leiddi til hækkunar?

Spurningin er einfaldlega þessi: Framsóknarflokkurinn, að sögn hv. þm. Birkis Jóns Jónssonar, er ekki tilbúinn að selja meiri hlutann. Gott og vel. En er hann tilbúinn að selja minni hlutann?