132. löggjafarþing — 93. fundur,  27. mars 2006.

Stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins.

392. mál
[21:04]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka fyrir þau svör sem ég hef fengið nú þegar en mig langar að spyrja hv. þm. Ögmund Jónasson frekar um þennan breytta stjórnunarstrúktúr í fyrirtækjum, þ.e. þegar þau hafa verið háeffvædd. Hefur BSRB og aðrir aðilar reynt að greina hvernig stjórnunarstrúktúr fyrirtækja verður með öðrum hætti hjá fyrirtækjum á samkeppnismarkaði eins og Rarik hf. mun verða? Þau verða í samkeppni um sölu og afhendingu á orku, það er samkeppni um afhendingaröryggi og afhendingu á þeirri orku sem menn eru að kaupa og þá á ég við spennu. Mig langar að spyrja hann áfram um þetta: Hefur hv. þingmaður skoðað þetta? Hver er aðalástæðan fyrir því að verið er að flytja fjölmörg fyrirtæki eða stofnanir ríkisins yfir í hf.?