132. löggjafarþing — 93. fundur,  27. mars 2006.

Stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins.

392. mál
[23:15]
Hlusta

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill geta þess að þegar gert er ráð fyrir kvöldfundi þá þekkja hv. þingmenn að þeir fundir geta dregist, einkum ef ræður eru langar. En forseti hyggst leitast við að ljúka þessari umræðu ef kostur er þó að það dragist eitthvað, en það er ætlun forseta að gera tilraun til að ljúka dagskrá enda eru fáir eftir á mælendaskrá.