132. löggjafarþing — 95. fundur,  29. mars 2006.

Háskóli Íslands.

578. mál
[14:26]
Hlusta

Össur Skarphéðinsson (Sf):

Frú forseti. Hæstv. menntamálaráðherra er gjarnt að gefa málflutningi okkar í Samfylkingunni einkunnir. (Menntmrh.: Nú?) Flest það sem við segjum hér kallar hún merkingarlaust þvaður og bull. Ég ætla ekki að velja orðum hæstv. ráðherra slíkar einkunnir. En ég hef hins vegar aldrei heyrt svar frá nokkrum hæstv. ráðherra sem hefur verið jafnmerkingarlaust og innihaldslítið. Það er alveg ljóst að hæstv. ráðherra hefur enga sýn eða stefnu í þessu máli. Mér finnst hins vegar málið það þungt og alvarlegt að ég ætla hér fyrir hönd Samfylkingarinnar að óska formlega eftir að það verði rætt utan dagskrár við hæstv. ráðherra.

Það var hæstv. ráðherra sem fyrst vakti máls á þessu. Rektor háskólans tók hana á orðinu og sagði að hún vildi berjast fyrir þessu máli. Þá bað hæstv. ráðherra um kostnaðargreiningu. Hún liggur fyrir núna. Þá er spurt: Hvernig á að uppfylla þetta? Spurt er um afstöðu Samfylkingarinnar. Sá milljarður sem við lögðum til umfram áætlanir ríkisstjórnarinnar mundi meira en duga samkvæmt áætlunum Kristínar Ingólfsdóttur.