132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

1. fsp.

[15:06]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Frú forseti. Að sjálfsögðu verður farið yfir þessi mál þegar þessi reynsla liggur fyrir. Hér er um mjög alvarlega atburði að ræða og ég tel nauðsynlegt að við förum yfir þá. Hæstv. umhverfisráðherra hefur þegar sett af stað ákveðið starf í þessu sambandi og mér er kunnugt um að hæstv. landbúnaðarráðherra mun fara á svæðið núna á eftir til að kynna sér málin. Ég tel alveg rétt hjá hv. þingmanni að hér sé um atburð að ræða sem við áttum ekki von á. Við áttum almennt ekki von á því, þó að við vitum um verulega hættu á sinubrunum, að orðið gæti um svo stórfelldan bruna að ræða eins og þarna hefur orðið. Mér finnst því eðlilegt og nauðsynlegt að við förum yfir það mál í ljósi þessarar reynslu.