132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

3. fsp.

[15:23]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Það væri kannski ástæða til að fá kynninguna áður en maður kemst að niðurstöðu um málið. Mér líst hins vegar ekki vel á það að blanda saman byggðamálum og málum sem eiga heima í hinum stofnununum. Mér finnst það benda til að menn séu á sömu leið og farin hefur verið á undanförnum árum, þ.e. að hluta byggðamálin í sundur og kasta þeim tvist og bast, halda ekki utan um neitt á einum stað.

Það er gott að vita af því sem greinilega hefur komið fram að við málið virðist ekki neinn stuðningur nema í þingflokki Framsóknarflokksins. Það eru alveg greinilegar yfirlýsingar frá Sjálfstæðisflokknum um að þetta mál sé ónýtt og verður fróðlegt að sjá hvernig menn púsla því saman.

Ég fagna því hins vegar að byggðaáætlun skuli ekki í uppnámi þess vegna. Það er mikið atriði að menn nái saman um það mál, sérstaklega ef þetta mál er í uppnámi, eins og hæstv. ráðherra hefur sett það fram.