132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

Greiðslur til foreldra langveikra barna.

389. mál
[15:57]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp til laga um greiðslur til foreldra langveikra barna. Hér er í fyrsta skipti gripið til sértækra aðgerða til að aðstoða þennan hóp fólks sem mér finnst mjög jákvætt og ég styð það. Auk þess hafa sjúkrasjóðir stéttarfélaganna gert stórátak í að bæta stöðu þessa fólks þannig að hér er stigið mjög mikilvægt skref til framfara og ég segi já.