132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

Stjórn fiskveiða.

448. mál
[17:48]
Hlusta

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt að meiri hluti sjávarútvegsnefndar er að breyta upphafsfrumvarpi, tillögum hæstv. sjávarútvegsráðherra. Við erum aðeins að nálgast tillögur stjórnar Landssambands smábátaeigenda. Við förum ekki niður í 3% eins og þeir vissu. Við förum í 4% í þorsk og 5% í ýsu og 5% í heild. Þetta er svona millivegur. Eins og ég nefndi áðan á ég von á að bæði Stakkavíkurmenn og landssambandsmenn séu ekkert ánægðir með þetta. Aðrir vilja 3% af öllu, hinir vilja halda frumvarpinu eins og það var. Þannig að við erum bara að reyna að fara einhvern milliveg.

Ég tel að þessir aðilar eigi náttúrlega eðlilega að leita réttar síns. Við vitum það alveg í gegnum tíðina að menn hafa verið að sækja á, bæði í dómskerfinu og líka hjá umboðsmanni Alþingis, til að kanna rétt sinn þegar menn eru að breyta lögum. Það er ekkert óeðlilegt að benda mönnum á það ef þeir eru ósáttir við það sem er að gerast hér.