132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

Stjórn fiskveiða.

448. mál
[17:50]
Hlusta

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ræddi við lögfræðinga sem unnu við þetta frumvarp og þeir töldu að varðandi réttinn að aðlögun í þrjú og hálft ár væri það mikil að það skapaði ekki kröfur. En síðan verður það að koma í ljós.

Það er rétt að við erum að gera þrjár til fjórar breytingar sem ekki voru í umræðunni. Við erum að skrifa lögin upp á nýtt og með því erum við að taka út 35 bráðabirgðaákvæði sem ekki eru í gildi. Ég held að lögin verði langtum hreinni og aðgengilegri eftir það.

Varðandi Flæmingjagrunnið þá var búið að kynna það í sjávarútvegsnefnd og meira að segja ræða við fulltrúa LÍÚ á seinasta fundi sjávarútvegsnefndar, svo það er langur fyrirvari á því. Við frestuðum fundi í sjávarútvegsnefnd af því við ætluðum að hitta fulltrúa Samtaka fiskvinnslu án útgerðar á morgun líka, þannig að þá megi renna þessari breytingartillögu í gegn. Það var rætt um það eftir umræðuna.