132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

Stjórn fiskveiða.

448. mál
[17:55]
Hlusta

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt að það hefur gengið misjafnlega að byggja upp veiðistofna. En með þessu kerfi erum við að reyna að vernda fiskstofna. Ég trúi því ekki að menn vilji fara að leyfa villtar veiðar.

Varðandi leiguliðana er það náttúrlega markaðsverð sem ræður hverju sinni. Menn hafa töluvert rætt um þessa veiðiskyldu, hvað hún eigi að vera há. Því hærri sem hún verður er ljóst að leiguverð mun hækka á markaðnum, þannig að það er kannski mesti ágreiningurinn um það, hvað hún megi vera há í prósentum.