132. löggjafarþing — 99. fundur,  4. apr. 2006.

Uppboðsmarkaðir sjávarafla.

616. mál
[13:41]
Hlusta

Guðjón Hjörleifsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að samræma alþjóðasamninga sem Ísland á aðild að. Við sendum erindi til Samtaka fiskvinnslustöðva, Landssambands smábátaeigenda, LÍÚ og Samtaka uppboðsmarkaða og jafnframt til Samtaka fiskvinnslu án útgerðar. Þessir fjórir fyrstnefndu eru allir sammála um að þetta sé mjög eðlilegt frumvarp og Samtök uppboðsmarkaða segja að þau geri enga athugasemd. Þetta er gagnkvæmt. Þeir hafa getað stofnað markaði erlendis, þeir eru með viðskiptasambönd þar og eru að selja fisk á erlendum mörkuðum. Það er því mjög jákvætt að ljúka þessu máli. Ég segi já.