132. löggjafarþing — 99. fundur,  4. apr. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[14:24]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég leyfi mér enn og aftur að neita því sem hér kemur fram hjá hv. þingmanni, sem einnig er formaður BSRB, um það að réttarstaða starfsmanna sé lakari í þessu frumvarpi en annars staðar. Ég bendi hv. þingmanni t.d. á að starfsmenn innheimtudeildar njóta ríkari réttar en áður hefur, hygg ég, þekkst (Gripið fram í: Þetta er rangt ...) við þessar aðstæður.

Hv. þingmaður spyr mig síðan hvort ég muni tryggja meira fjármagn til þessarar stofnunar eða til hins nýja félags, og þá geri ég ráð fyrir með því að nefskatturinn verði hækkaður. Við skulum bara sjá til. Ég mun taka afstöðu til þess þegar tillögur um slíkt koma fram. Þær eru ekki komnar fram. (Gripið fram í.) Ég styð fjármögnun Ríkisútvarpsins eins og hún er lögð til í frumvarpi þessu (Forseti hringir.) og eins og nefndarálitið gengur út á.