132. löggjafarþing — 100. fundur,  5. apr. 2006.

Samráð við utanríkismálanefnd um varnarmál.

[12:15]
Hlusta

utanríkisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Það má eflaust margt gagnrýna í störfum mínum sem ráðherra fyrr og síðar. Þó held ég að það sé afar ósanngjarnt að gagnrýna mig fyrir að hafa ekki eðlilegt samráð við nefndir þingsins og ég vísa slíkum áburði einfaldlega á bug. Það hefur ekkert gerst í þessu máli sem er þess eðlis að það kalli á ásakanir af þessu tagi, enda er þetta mál í þeim farvegi sem það er núna, á frumstigi. Það er rétt sem forsætisráðherrann sagði og eftir honum var haft: Það gerist ekkert nýtt í þessu máli eftir fundinn á föstudag fyrr en eftir mánuð eða svo, eða eftir einhverjar vikur. Það liggur alveg fyrir.

Það er dapurlegt að í hvert einasta skipti sem einhver alvarleg mál koma upp skuli hv. þm. Össur Skarphéðinsson aldrei geta neitað sér um að krækja sér í einhvern smávegis skammtíma pólitískan ávinning út úr því, sama hversu málið er alvarlegt.