132. löggjafarþing — 100. fundur,  5. apr. 2006.

Leiguverð fiskveiðiheimilda.

611. mál
[13:15]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Við erum með „snilldarlega“ útfært kvótakerfi sem er beinlínis sérhannað til að velja úr aflanum. Það getur ekki gert neitt annað. Leigufyrirkomulagið í sjávarútveginum gerir ekkert annað en að ýta undir það, því þegar krafan um að veiða eingöngu stærsta og verðmætasta fiskinn til að standa undir leigukjörunum gengur fyrir nýtingu fiskstofnanna þá er ekki von á góðu. Ég held að það sé mikil meinsemd í þessu leigukerfi eins og það er og framsalskerfinu eins og það reyndar er í aflaheimildunum, vegna þess, eins og ég sagði áðan, að krafan um arðsemina gengur fyrir en nýtingarsjónarmiðin víkja.