132. löggjafarþing — 100. fundur,  5. apr. 2006.

Slys á börnum.

504. mál
[14:00]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Forseti. Þessi fyrirspurn og svör ráðherra vekja mann til umhugsunar um öryggi barna og slysaskráningu. Ég held að það sé alveg ljóst að bæta þarf slysaskráningu hvað varðar börn. Fyrir nokkrum árum ræddum við ítarlega í þinginu að koma þyrfti á sérstakri slysaskráningu fyrir börn. Það er alveg ljóst að bæta þarf ástandið í slíkri slysaskráningu.

Síðan tel ég fulla ástæðu til að íhugað verði hvort eigi að setja hjálmaskyldu á börn sem eru á snjósleðum, snjóþotum eða að leik við slíkar aðstæður. Það er ekkert síður hættulegt að detta af sleða á fullri ferð en af hjóli eða lenda í árekstri á sleða en á hjóli.

Ég held að full ástæða væri til að huga að því að koma slíku ákvæði í lög. Þetta er (Forseti hringir.) mikið öryggisatriði.