132. löggjafarþing — 100. fundur,  5. apr. 2006.

Skattlagning styrkja úr sjúkra- og styrktarsjóðum.

644. mál
[15:05]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Greiðslur úr styrktar- og sjúkrasjóðum stéttarfélaga eru almennt ætlaðar til að taka á tekjumissi fyrirvinnu og bæta mönnum tekjutap. Þetta er hluti af launagreiðslu, þ.e. launagreiðendur greiða þetta framlag samkvæmt kjarasamningum eða lögum eftir atvikum. Ég lít svo á, hæstv. forseti, að þessar greiðslur eigi að vera undanþegnar skatti þegar þær eru greiddar út. Ég tel að sú framkvæmd sem tekin var upp árið 2001, og hæstv. ráðherra lýsti áðan, sé ekki eðlileg. Ef lagastoð skortir tel ég að hæstv. fjármálaráðherra eigi að beita sér fyrir að slík lagastoð verði sett inn í lög.