132. löggjafarþing — 100. fundur,  5. apr. 2006.

Skattlagning styrkja úr sjúkra- og styrktarsjóðum.

644. mál
[15:08]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Forseti. Ég tek undir áskoranir þingmanna til hæstv. ráðherra um að beita sér fyrir breytingu á þessari óréttlátu skattlagningu. Fyrr í dag töluðum við um aukna skattbyrði sjúklinga af því að ríkið er að taka inn auknar tekjur af veiku fólki. Sjúkrasjóðirnir koma til móts við útgjöld fólks í heilbrigðiskerfinu og tekjumissi og hæstv. fjármálaráðherra er að taka inn peninga af þessu mótframlagi frá sjúkrasjóðunum. Ég trúi því ekki að hæstv. ráðherra svari ekki síðustu spurningunni játandi hér á eftir. Það er algjört siðleysi að vera með skattlagningu eins og þessa. Það verður að koma til móts við veikt fólk annaðhvort í heilbrigðiskerfinu eða með því að leggja þessa óréttlátu skattlagningu niður.