132. löggjafarþing — 101. fundur,  6. apr. 2006.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[15:09]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þannig er dæmið yfirleitt sett upp gagnvart okkur að okkar afstaða sé hvorki raunsæ og jafnvel að hún sé ekki lýðræðisleg í þeim skilningi. Að baki henni búi ekki meirihlutavilji. Ef þjóðin væri spurð hvernig hún teldi öryggi sínu best varið eftir ítarlega umræðu um það efni hef ég þá trú á að okkar málstaður nyti meirihlutafylgis.

Ég held nefnilega að þessum gamla trénaða málstað um að við getum ekki varið okkur nema hvíla í náðarfaðmi hernaðarbandalags, að sú hugsun sé einfaldlega víkjandi. Ég held að þeim fjölgi sem sjá að réttlátur sanngjarn málstaður sem fylgt er á alþjóðavettvangi er miklu vænlegri til að tryggja öryggi okkar en að vera í slagtogi með (Forseti hringir.) yfirgangsríkjum og yfirgangsfólki.