132. löggjafarþing — 102. fundur,  10. apr. 2006.

Opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

731. mál
[15:55]
Hlusta

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði til við samruna Byggðastofnunar, Iðntæknistofnunar Íslands og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins.

Í umræðunni hefur komið fram að upphaflega stóð til að Iðntæknistofnun og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins rynnu saman en að á síðari stigum hafi Byggðastofnun verið bætt í þann hóp. Ég verð að segja fyrir mína parta að ég hefði talið réttara að láta Byggðastofnun standa þarna fyrir utan og leysa með öðrum hætti þann vanda sem hún er í.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort hún telji ekki ástæðu til að einkavæða þá starfsemi sem Iðntæknistofnun Íslands og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefur haft með höndum. Er ástæða til að halda þeirri starfsemi úti (Forseti hringir.) af hálfu hins opinbera?