132. löggjafarþing — 102. fundur,  10. apr. 2006.

Opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

731. mál
[16:00]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég bar upp spurningu í andsvari við hæstv. ráðherra. Það má vera að af því tími minn var knappur hafi hún ekki heyrt lokaspurninguna í andsvarinu. Þess vegna langaði mig að vita hvort mögulegt væri að fá að endurtaka spurninguna. Ég er viss um að hæstv. ráðherra hefur í raun viljað svara þessari spurningu vegna þess að hún varðar embættisfærslu hennar, þ.e. hvers vegna hún hafi ekki svarað ríkislögreglustjóra þegar hann spurði hana út í ásakanir sem fráfarandi stjórnarformaður Byggðastofnunar hefur haft uppi um störf (Forseti hringir.) fráfarandi forstjóra sem er leystur út með tugmilljóna starfslokasamningi. (Forseti hringir.) Ég er á því að það sé mjög þarft að fá þetta á hreint.