132. löggjafarþing — 102. fundur,  10. apr. 2006.

Opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

731. mál
[21:27]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get ekki svarað þessu með skipunartíma forstjóra því miður. Já, ég held því fram að þetta sé vel kynnt mál. Hvað varðar AVS-sjóðinn þá kom það ekki til tals, ég er ekki að bera víurnar í sjóði sem heyra undir önnur ráðuneyti. Það er einfaldlega þannig. Ef gerðar yrðu breytingar á Stjórnarráði Íslands, sem reyndar er til umfjöllunar, getur ýmislegt komið til greina í þeim efnum, jafnvel líka sjóðir sem heyra undir landbúnaðarráðuneytið og samgönguráðuneytið — það eru ýmsir möguleikar.