132. löggjafarþing — 102. fundur,  10. apr. 2006.

Opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

731. mál
[21:41]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður spyr um fjármögnun þessarar nýju stofnunar. Við erum að tala um þrjár stofnanir sem í dag eru að hluta til með fjárveitingar frá Alþingi og afla fjár að hluta til sjálfar. Það mun væntanlega halda áfram í svipuðu formi. Við erum að leggja af lánastarfsemina sem er ekki lengur sjálfbær en samkvæmt núgildandi lögum á hún að vera það. Það er m.a. skýringin á því.

Byggðasjóður fær tekjur eins og ég er búin að fara yfir áður og hv. þingmaður þekkir. Síðan eru heilmiklir peningar í tengslum við byggðaáætlun og það eru fjármunir sem verða til ráðstöfunar. Það er átak til atvinnusköpunar sem fer til Tækniþróunarsjóðsins og síðan er ekki ólíklegt að það fjármagn sem fer til endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar fari inn í þann sjóð líka. (Forseti hringir.) Þetta verður því miklu skilvirkara kerfi. Ég held að það sé alveg augljóst. Ég skora á hv. þingmann að viðurkenna það.