132. löggjafarþing — 102. fundur,  10. apr. 2006.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.

730. mál
[21:48]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hæstv. iðnaðarráðherra hefur nú mælt fyrir frumvarpi um breyting á lögum um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins sem eru tíu ára gömul lög. Það vekur athygli mína og ég vil, virðulegi forseti, spyrja hæstv. ráðherra út í það, að ein starfsemi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins var sérstaklega skilgreind með sérstaka áherslu á landsbyggðina. Ég spyr hæstv. ráðherra: Er það rétt hjá mér að með þessu sé verið að fella það úr gildi?