132. löggjafarþing — 102. fundur,  10. apr. 2006.

Skráning losunar gróðurhúsalofttegunda.

713. mál
[22:27]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Hér er fyrst og fremst um það að ræða að notaðar eru sem viðmiðun almennar útstreymisheimildir, sem eru 3.610 þús. tonn. Þetta er tæplega 1% af því. Það er viðmiðunin sem notuð er. Hvað fyrirtækin snertir þá liggur það í augum uppi að það eru stóriðjufyrirtæki sem fara yfir þetta mark. Þetta eru stóriðjufyrirtækin í landinu.