132. löggjafarþing — 102. fundur,  11. apr. 2006.

Skráning losunar gróðurhúsalofttegunda.

713. mál
[00:26]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég er sammála því að það þarf að ræða um raunveruleikann en ekki óraunveruleikann. Við vitum þess vegna hvaða frumvörp koma alltaf fyrst hér inn í þingið. Það eru frumvörp iðnaðarráðherra sem lúta að þeim þáttum sem umhverfisráðherra síðan ber ábyrgð á.

Ég vil spyrja hæstv. iðnaðarráðherra — ég biðst forláts, ég á við umhverfisráðherra, ég virði einlægan áhuga hæstv. umhverfisráðherra á málaflokknum: Hvaða skoðun hefur hún sem umhverfisráðherra á þessum álversframkvæmdum út frá umhverfissjónarmiðum og þeim hagsmunum sem hún er sett yfir í sínu ráðuneyti?

Álver í Helguvík. Stækkun í Straumsvík. Álver á Húsavík. Stækkun á Grundartanga. Álver í Reyðarfirði. Er þetta sú sýn (Forseti hringir.) sem hún ætlar að bakka upp í ríkisstjórn?