132. löggjafarþing — 102. fundur,  11. apr. 2006.

Skráning losunar gróðurhúsalofttegunda.

713. mál
[00:29]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Hér er ekki um að ræða tæknilega úrvinnslu. Hér er um að ræða pólitíska stefnumótun. Umhverfisráðherra getur eiginlega ekki svarað svona. Hún verður að segja hvað henni finnst þegar hún er spurð á Alþingi Íslendinga um það. Er það þannig að það sé ríkisstjórnarinnar að afla þessara heimilda, þá jafnt fyrir alla sem það vilja, eða er það fyrirtækjanna sjálfra að gera það? Og er það þá þess fyrirtækis sem kemur næst á eftir þegar markinu hefur verið náð eða á það skiptast á þau öll?

Þetta er pólitísk spurning og stjórnmálamaður á að geta svarað henni en á ekki að vísa á nefnd tæknimanna til þess.