132. löggjafarþing — 102. fundur,  11. apr. 2006.

Happdrætti Háskóla Íslands.

748. mál
[02:45]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég kem eingöngu í ræðustól til að lýsa yfir ánægju minni með að þetta skref skuli vera stigið og að hið svokallaða vöruhappdrætti SÍBS og happdrætti DAS fái nú að reiða út sína vinninga í peningum eins og Happdrætti Háskólans hefur fengið um áratugaskeið. Ég held að ekki sé mikið meira um þetta að segja.

Ég tel að þetta sé góð breyting og mun styðja þetta mál og vonast til að aðrir þingmenn Frjálslynda flokksins muni gera slíkt hið sama.