132. löggjafarþing — 103. fundur,  11. apr. 2006.

Heimsókn forseta skoska þingsins.

[14:50]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Ég vil vekja athygli hv. alþingismanna á því að forseti skoska þingsins, George Reid, er staddur á þingpöllum ásamt fylgdarliði. Forsetinn og fylgdarlið eru stödd hér á landi í boði Alþingis.

Ég vil fyrir hönd Alþingis bjóða forseta skoska þingsins, George Reid, og fylgdarlið velkomið í Alþingishúsið og vænti þess að heimsókn þeirra til Íslands verði til að styrkja enn frekar þau góðu tengsl sem eru á milli landanna. Alþingi vottar forseta skoska þingsins og skosku þjóðinni vináttu og virðingu.

Ég bið hv. alþingismenn að taka undir orð mín með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]