132. löggjafarþing — 103. fundur,  11. apr. 2006.

Samningur milli Íslands, Danmerkur og Færeyja.

682. mál
[15:55]
Hlusta

utanríkisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Á þingskjali 999 er þingmál sem ég mun mæla fyrir hér á eftir og varðar staðfestingu á svokölluðum Hoyvíkur-samningi milli Íslands og Færeyja.

Hér mæli ég fyrir frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna þessa samnings en hann er gerður milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar.

Frumvarp þetta er lagt fram í tengslum við áðurnefnda þingsályktunartillögu um heimild handa ríkisstjórninni að fullgilda áðurnefndan Hoyvíkur-samning. Ég leyfi mér að vísa til hennar varðandi tilurð og efni sjálfs samningsins.

Vegna framkvæmdar Hoyvíkur-samningsins hér á landi er hins vegar nauðsynlegt að gera margvíslegar breytingar á íslenskri löggjöf. Er það lagt til með frumvarpi því sem ég mæli nú fyrir. Frumvarpið varðar löggjöf sem heyrir undir dóms- og kirkjumálaráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, fjármálaráðuneyti, menntamálaráðuneyti, samgönguráðuneyti og iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti en frumvarpið var unnið af þessum ráðuneytum í samstarfi við utanríkisráðuneytið.

Miðar frumvarpið að því að tryggja að íslensk lög veiti Færeyingum og færeyskum fyrirtækjum þá réttarstöðu sem þeim skal tryggð samkvæmt ákvæðum Hoyvíkur-samningsins.

Ég legg til, virðulegi forseti, að þessu frumvarpi verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. utanríkismálanefndar.