132. löggjafarþing — 107. fundur,  24. apr. 2006.

Atvinnuástandið á Bíldudal.

[15:18]
Hlusta

Pétur Bjarnason (Fl):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir að koma upp en ég fékk engin svör, að ég tel, við þeim spurningum sem ég bar fram. Ég vil minna á að það er ekki ég einn sem tel að t.d. fiskveiðimálin og kvótinn hafi verið stór hluti af þessu máli og vildi gjarnan fá álit hans á því, því að Verkalýðsfélag Vestfirðinga ályktaði svo í ágúst í fyrra:

„Bíldudalur er dæmi um það hvernig lögin um framsal aflaheimilda hafa svipt heilt sjávarpláss atvinnulífsafkomu sinni. Undirstaða byggðar á Bíldudal er sjávarútvegur og ekkert annað getur komið í staðinn. Fyrir 10–15 árum voru aflaheimildir Bílddælinga um 4 þúsund tonn en eru í dag 700 þorskígildistonn og mest í rækju sem unnin er í Súðavík ef hún er á annað borð er veiðanleg. Ólög sem ræna lífsbjörginni frá alþýðu manna verður að afnema og það sem fyrst.“

Ég spyr: Er ekki möguleiki á því að koma með sértækar og aðrar aðgerðir en hugsanlega það sem Byggðastofnun getur gert? Er ekki ástæða fyrir (Forseti hringir.) ríkisstjórnina að taka þetta mál sérstaklega upp hvað varðar Vestfirði í heild?