132. löggjafarþing — 107. fundur,  24. apr. 2006.

Samráðshópur um atvinnumál á Suðurnesjum.

[15:35]
Hlusta

Jón Gunnarsson (Sf):

Frú forseti. Starf svona samráðshóps eins og hér um ræðir kemur til með að taka tíma og eins að kosta talsverða fjármuni. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort gert hafi verið ráð fyrir hvort þessi hópur gæti starfað af fullu afli og kallað til sín ráðgjafa og slíka sem þarf til að fara yfir þessi mál og með hvaða hætti best er að standa að þessu. Því það er til lítils að skipa samráðsnefndir eða starfshópa ef aflið er ekkert hvað fjármuni varðar.

Að endingu lýsi ég aftur yfir undrun minni á hversu langan tíma þetta hefur tekið. Ég vona satt að segja að þau orð sem hafa fallið úr ræðustóli, að þetta gerist í dag eða á morgun, eða á allra næstu dögum þýði að ekki þurfi að taka málið upp í næstu viku heldur verði skipað í nefndina í þessari viku og það sé þá eitthvað að marka þá yfirlýsingu.